31. október 2009

Handverk og hönnun

Ég tróðst einn hring í ráðhúsi Reykjavíkur í dag og dáðist handverki og hönnun ýmissa frambærilegra einstalinga. Ég féll fyrir hinu og þessu en tímdi ekki að kaupa neitt enda allt á verðlagi sem ég á erfitt með að ráða við. Ég fór þó frá sumum básunum harðákveðin í að koma aftur á mánudag þegar ég væri búin að réttlæta eyðslu í sjálfa mig og kaupa þá að minnsta kosti eitt stykki. Núna þegar ég er ekki lengur með dýrðina fyrir augum minnkar ákafinn í að kaupa eitthvað sem mig vantar ekki fyrir peninga sem ég á ekki til.
Ég er nú samt að leggja inn pöntun fyrir jólagjöfinni í ár!

Engin ummæli: