
Ég fann hagstætt nettilboð og flaug heim á Austurlandið 28. sept., fékk svo aðeins minna hagstætt nettilboð í dag og flaug heim í Kópavoginn.
Á austurleiðinni ríkti heiðríkjan og endalaus bláminn tók við af hvítum fjallatindum á Norðurlandi. Haustið
réði ríkjum í byggð þó veturinn ríkti á fjöllum.Við mér tóku hauststillurnar í bland við norðanrok sem feykti hvítfyssandi öldunum í suðukatli á firðinum. Rigningardagar þar á milli.

Haustlitirnir: gult, rautt, rauðgult, brúnt, grátt og blóðrauðir strjúpar þegar lömbin hafa jarmað í síðasta sinn eftir mæðrunum sem þau voru dregin frá í réttunum. Svo tökum við slátur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli