7. október 2009

38

Ládauð móða
leggst að augans
lygna vatni
– það er sagt
að sumum batni.

Ofar skýjum
opnast vegur
allra vega:
andar þú
mín elskulega?

Hún er liðin:
hljóðar öldur
haminn lauga
– dularfullt
er dáið auga.
Andlát, Jóhannes úr Kötlum

Engin ummæli: