Ég fletti gömlum bréfum í sumar. Á eitt þeirra var teiknuð kveðja til mín, útlínur af lítilli hendi.
,,Ef ég fer upp á fjall með veiðistöngina gæti ég náð tunglinu" sagði hann eitt kvöld þegar fullt tunglið nam við fjallsbrúnina.
Ég hitti hann á sjö ára afmælinu 7. október. Síðan nokkrum dögum seinna heilsuðumst við og kvöddumst við örstutt stans á þjóðveginum. Ég vissi ekki að það yrði síðasta kveðjan.
30 ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli