órgrýtissandur og aðra eins endalausa tröllaslóða hef ég hingað til ekki keyrt. Þarna þrælaðist ég á bílnum á 10 til 15 km. hraða klukkutíma eftir klukkutíma. Þegar bjartsýnin tók völdin við það að færðin gaf færi á að taka bílinn úr lága drifinu og skipta upp í annan gír var hún fljótt barin niður af mikilli harðneskju þegar nýir og nýir hraunásar og stórgrýtisfarvegir tóku við aftur. Og ekki nóg með að slóðinn væri þakinn stórgrýti heldur var hann líka svo þröngur að ég þakkaði mínum sæla fyrir að vera á mjóum bíl.
Allt hafðist þetta þó að lokum og við komumst í Hveravelli um áttaleytið á laugardagskvöldið. Það var reyndar á þeim tíma sem við ætluðum að vera búin að koma okkur fyrir grilla, borða, vaska upp og vera sest í heitapottinn. Þetta var allt nokkuð á eftir áætlun.
En svona eiga jeppafeðir að vera, við villtumst aðeins, biluðum aðeins, tvö dekk sprungu og því miður á sama bílnum. Hann komst samt til byggða, þökk sé tappasettum í farangri og laghentum viðgerðarmönnum. Við hin komumst líka öll til byggða þó áætlunin gengi öll úr skorðum en það tilheyrir líka góðum ferðum og ef mér stæði til boða að fara inn á fjöll aftur á morgun tæki ég því fegins hendi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli