Það fá allir flensu nú orðið. Saklausasta kvef er flensa þegar fólk segir frá og enginn er lasinn, heldur eru allir veikir. Ég held nú samt að ég sé lasin en ekki veik og ekki með flensu alla vega ekki svínaflensu í mesta lagi grísaflensu og ég er harðákveðin í að láta mér batna í nótt. Ég nenni þessu ekki og þarf að setja niður grænmeti í garðinn minn í raunheimum á morgun. Ég er búin að sinna tölvugarðinum nóg í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli