
Ég verð heima í rúmlega tvær vikur og svo er ég farin austur aftur. Á þessum tveimur vikum ætla ég að gera helling. Labba á Úlfarsfellið, setja niður meira grænmeti, tína blóðberg, vinna sem minnst, láta mér batna meira og ofgera mér ekki svo nýfengin ,,betri líðan" endist sem lengst. 

Mig langar á námskeið í eldsmíði en það kostar aðeins of mikið og svo er ég ekki farin að sjá að ég setji upp eldsmiðju þó ég skelli mér á námskeið og því þá að fara? Ætli ég grauti ekki í nógu mörgu samt. En ég sé til, það er mánuður til stefnu enn.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli