Einu sinni labbaði ég Leggjabrjót á 17. júní. Ég hefði ekkert á móti því að endurtaka það en ´þennan 17. júní ætla ég að fljúga austur á land. Hef ekki komið þangað í hálfan mánuð og það er kominn tími til að skoða kartöflugrösin mín.
Ég rétt slapp heim úr vinnunni áður en 17. júní rann upp og skapsmunirnir voru ekki upp á sitt besta eftir japl og jaml og fuður við afstemmingar sem ekki vildu ganga upp og ég ekki að skilja hvernig er hægt að flækja einfalt mál svona mikið. Mér tókst að koma öryggiskerfinu í gang, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og það var ekki til að koma geðinu í lag. Ég skellti nú samt hurðinni í lás og vona að einhver annar verði búinn að leysa vandamálin þegar ég kem aftur. Deadline var í dag!
Á morgun ætla ég að vera annarstaðar að hugsa um allt önnur mál.´
Góðar stundir.!
2 ummæli:
Ellý spurði í morgun hvort þú gætir reddað sér hornsbút til að naga :-)
Góða skemmtun í sveitinni
Ég sá þetta heldur seint en skal láta senda mér hornstubb í pósti handa henni!
Skrifa ummæli