15. júní 2009

Meiri garðvinna

Hér var tiltektardagur í dag og ég fór með klippur á allt of mikið af trjám og runnum en það dugði þó ekki til. Ég verð handlama á morgun og þarf að athuga með einakaritara í vinnunni til að geta klárað allt það sem ég þarf að gera á morgun.

Á miðvikudagsmorgun er stefnan tekin í austurátt inn í kulda og rigningu. Ég get ekki beðið eftir að komast út úr bænum.
Veðurspáin er reyndar ekki eins slæm og sumir vilja vera láta.

Ásareiðin

Jóreyk sé ég víða vega
velta fram um himinskaut
norðurljósa skærsta skraut.
Óðinn ríður ákaflega
endilanga vetrarbraut.

Grímur Thomsen

Það er eitthvað við orðin hans Gríms Thomsen sem höfða ansi sterkt til mín. Sum þeirra að minnsta kosti. Ekki öll en þessi og fleiri.

Lausamjöll í skógi skefur
skyggnist tunglið yfir hlíð
eru á ferli úlfur og refur
örn í furutoppi sefur
nístir kuldi um næturtíð.

Engin ummæli: