og þó... það gengur allavega ekki þrautalaust að rækta kál, tómata, spínat, og spergilkál í bökkum innan húss þegar haustlægðirnar byrja að ganga yfir í apríl. Mér var tjáð áðan þegar ég kom heim að ég ætti plöntur um allt þvottahússgólf. Reyndar eru þetta svolitlar ýkjur þvi Flubbinn var búin að tina upp það mesta og ég hef ekki farið niður til að bjarga rest, ég hef ekki orku í það núna.
Ég sái þá bara aftur, þetta var hvort sem er mest spínat og blaðsalat og eftir að ég var búin að pota þvi fræði niður sá ég að maður sáir bæðið spínati og salati oftar en einu sinni á sumri því það er svo hraðvaxið. Ekki kannski réttu tegundirnar til að sá í apríl. En ég finn út úr þessu í vor og næsta vor hvernig á að forrækta matjurtaplöntur inni í glugga.
Reyndar eru bakkarnir sem ég keypti í Garðheimum góðir til að vesenast með inni því þeir eru með smápottalengjum sem eru settar ofan í og glæru plast loki. Passa vel í gluggan, nema í roki. Þægilegir að setja þá út á stétt til að herða plönturnar þegar fer að hlýna meira og nægir að setja eitt fræ í hvern, þau eru það fljót að spíra að það er hægt að sá í götin eftir nokkra daga.
Ég þarf að sá radísum og rauðrófum líka en er að spá í að sá þeim bara beint út.
Jarðaberin mín var ég búin að setja í potta og vonandi fæ ég bæði jarðaber og fáein bláber í sumar. Ég keypti upp lagerinn af rósapottum hjá Garðheimum og ætla að rækta mitt kál í pottum úti en ekki í flagi.
En ég æði úr einni dellunni í aðra og í gær fór ég og keypti þrífót, hallamál og fjarafsmellara á vélina. Svo er bara að gefa sér tíma til að æfa sig.
1 ummæli:
Hey ég þyrfti að fá þig með mér einn rúnt í garðheimum til að kaupa smá af fræjum og dóti, sé að þú ert á kafi í þessu og getur miðlað til mín hehe.
Skrifa ummæli