26. apríl 2009

Fjögurra daga helgarfríi að ljúka

og ég er ekkert búin að gera. Eyddi fimmtudeginum í lítið annað en hvíla mig, föstudagurinn var verkleg upprifjun í einkennum vefjagigtar, laugardagurinn fór jú í að leika sér, horfa á kosningasjónvarp fram eftir nóttu og sötra hvítvín. Sunnudagurinn fór auðvitað í að jafna sig eftir laugardaginn því ekki má maður svo sem við neinu og nú vantar mig einn frídag í viðbót til að þurka af og skúra gólf.
Svei því.

Engin ummæli: