26. apríl 2009

Að loknum kosningum

kíki ég á þingmannalista flokkanna. Fæst af þessu fólki kannast ég við, sumt af því það er nýtt en annað af því ég er ekki nógu dugleg að fylgjast með pólitíkinni og fólkinu sem sinnir henni. Ég er að velta því fyrir mér að gerast pólitískari og fylgjast með framgangi allra þessara hugsjónamanna og framapotara sem vilja vera við stjórn á þjóðarprammanum.
Eftir talningu á þingmönnum flokkanna sé ég að 3 af 9 þingmönnum Framsóknar eru konur, 5 af 16 þingmönnum sjálfstæðisflokks eru konur en hinir flokkarnir erum með jöfn skipti karla og kvenna. Það hafa aldrei verið jafn margar konur á þingi og verða á því næsta.
Ég lít svo á að Vinstri grænir séu sigurvegarar þessara kosninga því þeir bættu við sig flestum þingmönnum.
Hvort Vinstri grænir og Samfylkingin ná svo saman um sjórnarmyndun eða hvort þeir geta ekki stillt sig um að leita hófana annarstaðar, bara svona af því það er hægt, kemur svo í ljós.
Það er uggur í mér um framtíð íslensks landbúnaðar og að menn séu tilbúnir að fórna honum á eitthvert Evrópualtarið.
Stundum hefur mér umræðurnar kringum mig einkennast af upphöfnu evru tali, töku upp evru hvað sem það kostar og öll okkar vandamál leysast. En, ætli við þurfum ekki að vinna okkur inn gjaldeyri sama hvað hún heitir og gjaldeyrisskortur getur orðið þó myntin heyti evra.
En nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur næstu vikur og mánuði.

Engin ummæli: