Eftir morgundaginn er ég komin í 3 daga helgarfrí eins og svo margir aðrir landsmenn og ekki veitir mér af.
Sunnudagurinn er frátekin fyrir jeppaferð í Grindavík og Voga. Laugardagurinn eftir hádegi er frátekinn í heimsókn í vinnustofur listamanna á Seljavegi. Föstudagurinn í að gera ekki neitt nema þá að hjúkra kálplöntunum sem fuku um koll og klippa runna í garðinum. Ég held að ég nái ekki að kaupa grindverk í garðinn á morgun svo það sé hægt að nota föstudaginn í að ganga frá því. Laugardagsmorguninn er laus ef Gilla vill koma í Garðheima í gróðurleiðangur og þá er ekki mikið eftir af helginni.
Ég er farin að sjá eftir því að hafa ekki keypt kirsuberjatré í Hveragerði á laugardaginn. ég má ekkert vera að því að fara þangað núna til að kaupa tré.
Gilla! annað kvöld eða laugardagsmorgun, ég er alltaf til í fræ og plöntuinnkaup!
2 ummæli:
Hver myndi ekki deyja fyrir þriggja daga helgarfrí annars lagið....
Kemst því miður ekki á morgun, ef orkan nær sér upp þá er víst ræktin sem bíður mín á laugardagsmorgnum, kann ekki við að skrópa þá fáu daga sem ég kemst í hana :-(
Sjáum til eftir Danmerkurferð :-)
Skrifa ummæli