Mér hættir til að halla vélinni, ég miðjuset, ég þarf að líma fyrir annað augað eða fá mér lepp því ég verð þreytt af að halda því lokuðu, ég þarf að læra meira um samspil ljósops og hraða og muna að lýsa og dekkja eftir birtu viðfangsefnis.

Annars er ég þokkalega ánægð með sjálfa mig og laugardagurinn var frábær. Það eina sem spillti fyrir var sætið í Pajeronum, aftursætið þar er varla gert fyrir þrjá fullorðna. Ég er örugglega með marblett á rófubeininu eftir bitann undir sætinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli