4. mars 2009

Ávaxtatré

Ég frétti af því í dag að á vegum tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn væru námskeið í ræktun ávaxtatrjáa. Ég dreif mig í að skrá mig á námskeið og fékk í leiðinni heimildarlaus afnot af þessari mynd úr sama tímariti á síðunni rit.is.
Nú velti ég vöngum yfir landslaginu ,,heima" og get ekki fundið lófastórann blett sem mér dettur i hug að hægt væri að setja niður perutré. Ég fer nú samt á námskeið.

Engin ummæli: