9. mars 2009

Allt í kross.

Þegar ég byrjaði að læra á bíl fyrir langt um löngu síðan þurfti ég að leggja á minnið að hægri var þeim megn sem úrið var á handleggnum á mér og áratugum seinna var þetta nokkuð brennt í minnið á mér. Amk þarf ég sjaldan að hugsa mig lengi um til að vita hvenær varðúð til hægri á við. Svo fór ég með skóna mína til skósmiðs og lét hann hækka hægri hælinn í stað vinstri.
Ég skil ekki enn hvernig ég get verið viss um hvoru megin hægri hendin er á mér en verið svo sannfærð um að fóturinn á gagnstæðri hlið heiti líka hægri.
Ég hlýt að vera skild Bakkabræðrum í langfeðratal.

Engin ummæli: