Ég ætla að skella mér á eitt ljósmyndanámskeið í dag. Það tekur allan daginn og ég fer með hálfum hug. Mig grunar að ég verði orðin þreytt í kvöld og ennþá þreyttari þegar ég verð búin að hitta ferðafélagana yfir kaffi, koníaki og rauðvínsglasi. Ég fer samt.
Annars vantar mig þrífót, flass, linsu með ljósopi 2.8, stærri myndavélatösku og eitthvað fleira. Fyrst og fremst þarf ég þó auðvitað að læra að taka betri myndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli