Ef ég skil herra Google rétt er þetta færsla númer eitt þúsund.
Það kallar eiginlega á merkilegra efni en ég ætlaði að setja hér inn en ég hef ekki orku í það svona rétt fyrir miðnætti.
Annars er fyrsti dagur góumánaðar hverfa aftur eftir tímaásnum og ég áttaði mig ekki á því fyrr en hann var að verða búinn að ég hafið ætlað að setja hann og fleiri merkisdaga inn á viðburðardagatalið á vinnusíðunnil
Það hefur lengi verið talinn kostur að geta lifaði í deginum með fortðiðina að baki og framtíðina handan við næsta horn eða ekki gera eins og einhver orðaði það ,,standandi með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni, pissar maður á nútíðina".
Ég áttaði mig á því að minn sístækkandi athyglisbrestur og minnisvandamál valda því að ég man ekki hvað gerðist í gær og get ekki séð fyrir mér hvað ég þarf að takast á við á morgun. Þess vegna get ég ekki annað en lifað í deginum í dag. (það er reyndar komin nótt.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli