Jæja, þá er það ákveðið og komið á hreint. Þið sem viljið koma og óska mér til hamingju með daginn á vorjafndægri þurfið að koma inn í Hólaskóg.
Ég ætla að gefa mér þá gjöf að komast út úr mannabyggðum um helgina.
Ella leigir skíði fyrir helgina og ég ýti henni af stað ef þarf. Ég hef ekki góða reynslu af þvi að skíða sjálf. Prófaði það í Húsafelli um daginn og það kostaði mig tveggja daga heimalegu meðan ég var að jafna mig í skrokknum. Þetta er lúmsk og leiðinleg veiki sem kemur í bakið á manni af minnsta tilefni. Klukkutími á skíðum og tveir dagar heima, það er lítið réttælti í því.
Kannski fæ ég að prófa skíðin í fimm mínútur hvorn dag, annars ætla ég að gera sem minnst því það verður sennilega ekki mikið göngufæri þarna. Annars kemur það bara í ljós.
1 ummæli:
Til lukku með hálft hundrað!
Góða helgi í dreifbýlinu..... :)
kv
shg
Skrifa ummæli