Dagurinn í gær var langur og ef sjúkraþjálfarinn hefði ekki tekið kennslustund í setu í gærmorgun hefði bakið á mér verið komið í harðann hnút.
Ég íhugaði af fullri alvöru að vera heima í dag en þegar ég var búin með hafragrautinn, lesa Morgunblaðið á netinu og lesa tilboðið um að rækta ávexti í Engjasmáranum var þreytan eitthvað farin að líða úr mér svo ætli ég láti mig ekki hafa það að skrönglast í vinnuna.
Dagskrá dagsins í dag er álíka löng og gærdagsins svo kannski ég þurfi að fara að taka upp spænska siði og fá mér siestu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli