Ég dróg upp saumavélina og ætlaði að skipta um tvo rennilása, Flubbinn dróg upp 5 boli sem þurfti að stytta hlýrana á. Ég skil ekki af hverju hún getur ekki notað nál og tvinna, þessi fjölhæfa dóttir mín.
Nú er ég búin að föndra fataviðgerðir með nál og tvinna og þegar ég verð búin að nota saumavélina við rennilásaskiptin verður saumavélinni lagt í aðra sex mánuði.
Svo má ég ekki pikka á ferðatölvu, ég er bara að stelast til þess þegar enginn sér til og það bitnar ekki á neinum nema sjálfri mér. Eða þannig.
Ég rakst svo á þetta á vefjagigt.is
vernig eru verkjaupplifun vefjagigtarsjúklinga - Áskorun fyrir heilbrigða
Erfitt getur verið að útskýra fyrir fólki hvernig líðan það er að vera haldinn langvinnum verkjum, þetta próf ætti að gefa smá vísbendingu um hvernig það er.
Skoraðu á fólk sem skilur ekki vefjagigt að þreyta þetta próf – próf til að skilja langvinna verki
Svona fer prófið fram:
1. Klemmdu þvottaklemmu um hvern fingur.
2. Stilltu tímaklukku á 30 mínútur.
3. Athugaðu hversu lengi þú þolir verkina.
Þoldirðu að hafa þvottaklemmurnar í 15 mínútur? 10? 5?
4. ímyndaðu þér þessa verki að eilífu... Þetta próf gæti hjálpað þér til að skilja hvernig er að vera með viðvarandi verki – en fólk með vefjagigt getur ekki ”fjarlægt” verkina á sama hátt og þú getur fjarlægt þvottaklemmurnar.
Ég mæli nú samt frekar með að prófa að setja stóra hosuklemmu á læri upp við liðamót. Það á betur við í mínu tilfelli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli