11. nóvember 2008

Orðabelgur

Fór Marco Polo aldrei til Kína?
Hvers vegna minnist hann aldrei á Kínamúrinn í ferðsögu sinni.
Var mamma eða amma Gengis Kan kristin?
Hvað gerðu íbúar neðanjarðaborganna Urgub og Derimqu við úrgangsefni frá fóki og búfé?
Hvernig var að búa á mörgum neðanjarðarhæðum meðan herir á leið milli Evrópu og Asíu herjuðu á yfirborðinu?
Er dýrkunin á Maríu mey afsprengi móðurdýrkunarinna á fornöld?
Væru kínvejar kristnir ef páfinn hefið ekki verið dauður þegar bróðir og faðir Marko Polos komu með heimboð frá Kublai Kan, heldur verið sprellifandi og sent 100 manna kynningarlið austur í stað þessara tveggja munka sem komust aldrei alla leið?
Í Konstantínopen var maður að nafni Nestor (nafnið skrifað eftir ógreinilegum framburði) sem setti fram þá kenningu að Kristur hafi verið hálfur guð og hálfur maður en þessa kenningu setti hann fram á þeim tíma þegar menn greindi á um hvernig guðlegt eðli Krist skyld skilgreint og hvort blessa bæri með þremur fingrum eða nota aðra fingra tölu við blessunina. Allt voru þetta mikilsverð ákvörðunarefni og tekin fyrir á kirkjuþingi í Róm. Kirkjuþing úrskurðaði svo Netorísku kenninguna villutrú og hrakti Nestor og hans kirkjudeild frá Konstantínópel en hann forðaði sér eitthvað austur á bóginn með sína Nestorísku kirkjudeild.
Þetta og margt annað var viðfangsefni kvöldsins og efniviðurinn sem tengist Silkileiðinni er svo mikill að það eru uppi hugmyndir um að bæta við einu kvöldi.
Ég vona að það verði gert.
Það er 1.5 km silkiþráður í púpu silkiormsins sem lifir af blöðum móberjatrjáa. Silkiorminn þarf að drepa í púpunni áður en hann kemst á það stig að sprengja hana utan af sér.
Silkileiðin er ekki ein bein leið heldur margar kvíslar og álar sem þræða leiðina frá Kína til Evrópu. Saga þessarar verlsunarleiðar spannar frá því rúmum 100 árum eftir krist fram til 1450 eftir krist og á henni gerðist 75% mannkynssögunnar.

Nú lýg ég bara því sem í mig er logið og nöfn í þessum pistli eru skrifuð eftir framburði á nokkurar ábyrgðar og ég ætla ekki að prófarkalesa hann fyrir birtingu.

Engin ummæli: