9. nóvember 2008

Heiðmörk


Ég hundskaðist út í göngutúr í dag. Var búin að lofa bæði mér og öðrum því að hreyfa mig um helgina og stóð við það. Ég var reyndar svo orkulaus að ég náði í Kennaranemann og sagði henni að nú ætti hún að ráða. Hún réði svo sem alveg við það og stefndi okkur inn í Heiðmörk.

Við komum við í miðbænum og náðum í hund sem ég hef ekki hitt í meira en ár. Ég held nú að hann hafi samt þekkt mig aftur, allavega rataði hann í bílinn.


Mér fannst hann ekki alveg eins kátur og hann var vanur. Kannski það hafi eitthvað með aldurinn að gera hann hlýtur að vera komin um nírætt í manns árum talið.


Við tókum með okkur myndavél en ég sá fátt til að mynda, sennilega sé ég ekki nógu vel.



Gallinn við að taka í raw er að ég þarf að vista allt niður í jpg til að setja inn á netið.

Svo ætlaði ég að setja þær inn í albúmið á facebook en eftir margar tilraunir og villur endað ég með að samþykkja að senda villuboð á microsoft gamla.


Engin ummæli: