19. október 2008

Uppleið

Ísskápurinn er hættur að slá út rafmagninu, hitablásarinn sem ég fékk lánaðann í dag hækkar hitastigið í íbúðinni aðeins og við ætlum að láta hann ganga í nótt svo við komumst fram úr rúmunum í fyrramálið.


Ófullgerð pottrett mynd af Francis Bacon seldist á miljarð (líklega reiknað á gengi dagsins í dag) en mér finnst athyglisvert að sjá hvernig Lucien Freud vann myndina.


Ráðherrar funda og Össur segir Ísland ekki vera á leið á brunaútsölu. Ég forðast að hugsa um ástandið og hvernig veturinn verður en er ákveðin í að henda ekki neinu matarkyns á næstunni. Best að æfa sig í að lifa spart, mér finnst bygggrautur betri morgunmatur en sérios og bygg er íslensk framleiðsla. Flubbinn eldaði morgungraut Gabríels áðan og ég bíð spennt eftir að smakka hann í fyrramálið.

Annars er ég með svefnsýki, ég held að það fylgji kvefi og hálsbólguvottinum sem ég hef fundið fyrir síðustu daga.



Ég fékk grautaruppskriftina lánaða af síðunni hjá Blómaval og sá í leiðinni uppskrift að rauðrófusalati. Ég er að hugsa um að lesa hana áður en ég skríð undir sængina.
Morgungrautur Gabríels
3 dl bankabygg

9 dl vatn

2 epli skorin í litla teninga

1-2 dl rúsínur

1 msk. kanill

2 tsk. salt

1-2 dl fræ eftir smekk, t.d. sólblómafræ og/eða graskersfræ.

(+ 2 tsk. hunang og 1 dl döðlur fyrir sælkerana)

Hráefnið er allt sett í pott t.d. að kvöldi og suðan látin koma vel upp, síðan er slökkt undir, lokið sett á pottinn og farið að sofa. Að morgni þarf bara að hita grautinn upp og borða t.d. með mjólk (en það er ekki síðra að borða hann kaldan) eða nota sem múslí á súrmjólkina. Grauturinn þolir vel geymslu í kæli svo tilvalið er að sjóða hann til nokkurra daga í einu.

Engin ummæli: