21. október 2008

Óbreytt ástand

á hitakerfinu. Einn af pípurunum í ættinni kom við í gær til að athuga hvort ekki væri ,,framhjáhlaup" á hitaveitugrindinni en það reyndist ekki vera svo við drukkum te og skoðuðum jeppaferðalagamyndir fram eftir kvöldi. Frændi kvaddi svo með þeim orðum að klukkan væri að verða ellefu og hann hefði getað verið búinn að gera við hitakerfið ef hann hefði byrjað á því þegar hann kom.
Það bjargaði tánum á mér frá kali í nótt að ég á rafmagnshitapoka.
Frændi ætlar svo að mæta seinnipartinn í dag til að gera við. Það er mín helsta tilhlökkun í dag að fá hita í húsið.

Engin ummæli: