26. október 2008

Bíó og skipulag

Ég ákvað að sinna einhverju af öllu því sem ég hef tekið að mér, hringdi í litlu frænku mína og við ákváðum að fara í bíó. Hún er búin að sjá Mamma Mía einu sinni en ég aldrei og við ákváðum að fara klukkan 2.
Á undan og eftir því símtali er ég búin að sitja og stúdera póstforritði í tölvunni minni og æfa mig í að nota það sem skipuleggjara. Það er auðvitað rugl og bull að vera ekki búin að læra á þetta fyrir löngu. Skipulagsóráðsía er ein af mínum veiku hliðum, önnur er gleymska og þegar þetta tvennt leggst saman er ekki von á góðu.
Þess vegna er ég að setja allt sem ég á að gera inn á dagatalið í Outlook og lita það, grænt og gult og blátt og fjólublátt. Þar sem ég er með þetta forrit opið fyrir framan mig í vinnunni alla daga og tossalistinn og dagatalið blasir við mér eru talsverðar líkur á að ég muni hvað ég ætlaði að gera frá degi til dags. Nú er bara að muna að uppfæra.
Svo sá ég á fésinu að það er handverkssýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi og ég er að spá í að fara einhvern daginn. Ég þekki einhverstaðar Urtu sem vill kannski koma með.
Svo hefði ég þurft að skipuleggja eitthvað með Litlu fræknku næsta mánuðinn. Ég tók jú að mér að ,,rjúfa félagslega einangrun"

Engin ummæli: