Ég bugaðist strax í hádeginu í vinnunni og læddist heim á bílnum. Ég kom rétt mátulega til að staulast niður í þvottahús og grípa gólffötuna og æla í hana.
Ég svaf svo í mest allan gærdag, vaknaði aðeins til að æla og svara í símann. Hresstist þó seinnipartinn og fékk mér meira að segja brauð og te.
Ég ætla að vera í fríi í dag og á morgun en einhvernveginn veit ég ekki alveg hvað ég á af mér að gera eða réttara sagt ég nenni ekki að byrja á neinu af því sem ég þarf að gera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli