19. október 2008

Kuldaboli

Hér er kalt. Einn píparinn úr fjölskyldunni kom í heimsókn og skoðaði ofna og hitaveitugrindur og þrýstijafnara og ég veit ekki hvað og hvað en hitinn hækkaði ekkert í íbúðinni.
Hinn píparinn, sá sem rekur fyrirtækið sagði hvort við mæðgur værum ekki vanar útivistarmanneskjur og gætum lifað við þetta í einhverja daga. En svo ætla þeir að reyna að koma í vikunni vopnaðir þrýstijafnara og einhverju fleiru og reyna að koma þessu í stand fyrir veturinn.
Ég vildi ekki beita miklum þrýstingi og segja með tannaglamri að kuldi væri ekki góður fyrir gigtarsjúklinga en hótað aftur á móti að hringja daglega þangað til þeir kæmu og redduðu málum.

Ég var annars einusinni að vinna í fyrirtæki sem skaffaði mér hitablásara á skrifstofuna, kannski ég ætt að fá hann lánaðan, nema Byko sé opið ennþá.

Engin ummæli: