Ég er komin heim frá Kanada!
Þreytt, mörgum krónum fáækari, tveimur rennilásum ríkari, draghölt og skökk. Held fast í þá sannfæringu að koníak sé besta meðalið við hálsbólgu og ætla að gera eitthvað annað á morgun en vinna.
Hékk á facebook áðan í eilífðartíma til að henda út hinum og þessum tilboðum og viðbótum sem ég er búin að safna að mér gegnum tíðina af forvitni einni saman.
Mig undrar stórum hvað margir vinir mínir hafa góðan tima til að skemmta sér við hinar og þessar sendingar á ,,Fésinu". Eina sendingu gat ég þó ekki staðist , lái mér það hver sem vill.
Ég tek nú samviskusamlega allar mínar myndir í raw en vantar fortit til að færa þær yfir í jpg og laga þær til. Þess vegna eru engar myndir úr ferðalaginu til sýnis.
Eiginlega er ég fúl við sjálfa mig hvað mér eru mislagðar hendur við myndatöku. Ég þarf sjálfsagt að lesa glósurnar af námskeiðinu, handbókina með myndavélinni og arka svo út í bláinn með myndavél og kannski þrífót.
Kannski á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli