Þá er ég búin að ganga úr skugga um að kortð í vélinni er verulega laskað eftir að við settum það í tölvu hjá einum ættingja Kennarans á ættarmótinu þeirra. Sem betur fer á ég annað kort í vélina og það eru ekki margar myndir á kortinu sem ég á eftir að færa yfir í tölvu. Ætli ég verði ekki að muna eftir að fara með dótið í Ormsson og athuga hvort þeir geti afruglað kortið.
Námskeið hjá Ljósmyndari.is er svo á dagskránni 15. til 24. sept., það er kominn timi til að lofa fólkinu mínu að borga afmælisgjöfina frá því vetur.
Ég átti annars handbók með vélinni sem ég hef gluggað í einu sinni eða tvisvar til að læra á hana en hún vill týnast vikum og mánuðum saman. Svo var mér gefin þessi fína bók um ljósmyndu í vetur, hún var meira að segja vandlega valin fyrir mig í Foleys en hún hefur sömu áráttu og handbókin með vélinni. Finnst bara ekki. Mér finnst það hundfúlt.
Ég er farin út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli