10. ágúst 2008

Ganga?

Mig langar út í dag. Ganga út af malbikinu og eitthvað út í móa, á Helgafellið, í Búrfellsgjána eða eitthvað annað sem mér dettur í hug. Kannski niður að Lónakonti.
Einhvernveginn finnst mér samt að mig vanti einhvern til að rölta þetta með en það er enginn til staðar til þess og guli ferfætlingurinn sem ég gekk oft með er ekki lengur tengdur mér og er þar að auki upp í sveit í pössun.
Ég þarf sennilega að drífa mig út og læra að vera sjálfir mér nóg.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg til að ganga með þér

Kveðja njólinn