4. ágúst 2008

Mikið að gera


,,Af hverju hefurðu svona mikið að gera" var ég spurð í dag og þegar ég velti þessari spurningu fyrir mér kemst ég að því að ég hafi ekki haft neitt sérstaklega mikið að gera. Ég var tildæmis í fríi bæði laugardag og sunnudag en af því ég átti sveflausa og erfiðar nætur um síðustu helgi og sat í bíl einhverja 700 km. og vann svo til 8 og 9 öll kvöld í vikunni til að þurfa ekki að vinna alla helgina en þess hefði ég þurft að því ég lét það eftir mér að vinna ekki allt það sem ég ætlaði að gera meðan ég var úti á landi, nú það kallaði á vondan laugardag uppfullan af verkjum og þreytu og svo var sunnudagurinn líka erfiðuraf því ég lét það líka eftir mér að leysa Tölvunarfræðinginn af í tölvuleiknum.
Tölvuleikir hafa þann galla að maður situr lengi í sömu stellingum með einhæfum hreifingum handa við að stjórna hnappaborði eða einhverjum stýripinnum og það veldur bólguhnútum í herðum og baki og þeir valda svo höfðuðverk.
Þrátt fyrir þetta væl var helgin ekki alslæm, ég fór í Grasagaðinn á föstudagskvöldið, hitti þar fólk og fór svo á rúntinn og horfði á sólarlagið á Seltjarnarnesinu.
Í gær fór ég aftur í Grasagarðinn í rigningunni og tók slatta af myndum. Það er gaman að ganga úti í rigningu, alveg satt.

Annars sé ég eftir því að hafa ekki komist í gönguna Fjallvegir í Reykjavík sem var 31. júlí.

Ég hugleiddi það meira að segja í gær að heimsækja Sjúkraliða sem ég þekki en efaðist stórlega um að hún væri heima og keyrði því bara framhjá.

Ég er búin að tína símanum mínum einu sinni enn. Ég á að vera að vinna og í dag er komið veðrið sem átti að vera á laugardag.

Engin ummæli: