Ég tengdi myndavélina ekki við tölvuna í gærkveldi en uppgötvaði þennan snilldar kapal í henni.
Það er þoka og súld en á veðurkorti fyrir morgundaginn er teikuð sól. Þá nenni ég ekki að vinna.
Annars kemur liðið á fimmtudag og eftir það nenni ég heldur ekki að vinna.
Tómstundafulltrúinn hefur setið og barið saman auglýsingu undanfarna daga og merkilegt nokk þá þarf hann stundum að fá mitt álit. Mitt álit á þeim sem fékk hann til að vinna þetta er að viðkomandi sé töluvert skrýtinn og er ég þó ýmsu vön.
Ég hef þó lagt upp í allar umræður um verkefnið á þeim nótunum að öll reynsla sé einhvers virði og hafi maður ekkert annað við tímann að gera sé ágætt að verða sér út um reynslu.
Ég fór annars á sýningu í einni félagsmiðstöðinni á höfuðborgarsvæðinu um daginn. Sá þar verk
sem hópur krakka á sumarnámskeiði í margmiðlun var að vinna undanfarnar vikur. Þau eru ung og þurftu að hafa fyrir þvi að læara að túlka ýmsa hluti með eða segir maður á margmiðlunarformi. Hver og einn þarf að hafa fyrir því sjálfur að læra að tjá sig og túlka hlutina og það tekur tíma.
Eitt verkið á sýningunni þeirra var stuttmynd. Það tekur uþb. 1 mínútu að sýna myndina en það tók 3-4 vikur að vinna hana. Þau sömdu handrit, æfðu, léku, kvikmynduðu og klipptu.
Hópurinn samanstóð af 6-8 krökkum sem væntanlega á hvert um sig föður og/eða móður. Það gerir 6-16 manns. Á sýninguna hjá þeim mættu 3 foreldrar.
Mér finnst lífið stundum allt að því grátlegt.
Þau eru mér alveg óviðkomandi en ég er stolt af því hvað þau stóðu sig vel og vona að þau viti sjálf að þau gerðu góða hluti.
1 ummæli:
hvaða kapall ?
Skrifa ummæli