29. júlí 2008

Zanzibar baunir

Mætti í bæinn klukkan að ganga fjögur aðfaranótt mánudags og ákvað að sofa fram að hádegi. Fyrst vaknaði ég við hurðaskelli og köll þegar Sjúkraliðinn sem kom til að fóðra kettina kom og sá að ferðataskan mín var á miðju gólfi. Mér finnst rétt að taka það fram að þegar ég kom heim voru ÞRÍR matardallar kúfullir af mat fyrir framan kettina svo það leynir sér ekki að hún hefur sinnt kattapössuninni af mikilli samviskusemi.
Næst vaknaði ég við að Píparinn hringdi í símann minn klukkan hálf níu til að ráðgast um flugbókun fyrir starfsmennina og eftir það ákvað ég að koma mér í vinnu. Það eru stress dagar framundan og ég ákvað að róa mig niður með matargerð í gærkveldi svo ég eyddi góðum tíma í að elda mér súpu sem var svo góð að ég hlakka til að borða hana bæði í hádeginu í dag og í kvöld líka. Þegar ég kíkti á uppskriftina áðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri kannski bara ekki súpu, hledur pottréttsuppskrift en hún er jafngóð fyrir það.
Til að klára svo daginn á rólegu nótunum bjó ég til músli frá sama uppskriftarhöfundi, hollt og gott.
Svo er bara að rumpa vinnunni frá svo helgin liggi ekki öll undir og hlakka til jeppaferðarinnar um miðjan ágúst.

Engin ummæli: