Ég fékk reikning fyrir stuttu, reikning fyrir tveimur flugmiðum til Kölnar 8. júni. Ég skildi hvorki upp né niður enda búin að fá kvittun fyrir tveimur miðum úr 8. júní og tveimur heim 14. júní. Gat þett verið kvittun fyrir annari leiðinni og hin kæmi seinna?
Ég hafði ekki tíma til að spá í það þann daginn og það var ekki fyrr en ég fór að athuga hvernig kortið væri statt og hvað ég þyrfti að borga af því núna til að vera nú í öruggum höndum Mastercard á ferðalaginu sem ég sá að á því var færsla fyrir rúmum 19 þúsund krónum dagsett 3o.maí að ég fékk áfall.
Ég fór að lesa reikninginn og skildi hvorki upp né niður í þessu sem mér sýndist vera breytingagjald á fluginu mínu en það var þó ekkert breytt.
Ég hringdi í Flubbann til að fá áfallahjálp og til að fá færari manneskju en mig lesa í gegnum gögnin sem ég var með. Hún brást við og fékk vana manneskju til að hafa samband við flugfélagið til að fá skýringar og bera upp kvörtun. Í ljós kom að Germanwings hafði tekið út af kortinu mínu fyrir flugi sem ég reyndi að bóka 17. maí en þá var kortið ekki samþykkt og ég lagið ferðaáætlunina í salt í viku. Að viku liðinni bókað ég svo aftur hjá þessu heiðurs flugfélagi og nú fram og til baka, kortið samþykkt og allt í sómanum. Bókunarsíðan hjá þeim hélt þó áfram að reyna að taka fyrri tilraunina út af kortinu mínu þar til það fékkst samþykkt 30. maí.
Svarið frá þeim var að þetta yrði athugað en gæti tekið 2 vikur að fara í gegnum kerfið hjá þeim. Til að hafa vaðið fyrir neðan mig ákvað ég að hringja í Borgun og spyrja þá hvar ég stæði í svona málum, hvaða rétt ég hefði og hvort ég þyrfti að bíða í tvær vikur eftir leiðréttingu, ef hún fengist.
Þar sem ég fann ekki kortið þegar ég var búin að hringja í þjónustuver Borgunar fór ég í heimabankann til að finna kortanúmer og kíkti svo á yfirlitið og sjá endurgreiðslan hafði verið gerð daginn eftir að fyrirspurnin var send út.
Ég sem sagt hefði getað sparaði mér símtalið ef ég hefði farið inn á heimabankann fyrst. Það var samt allt í lagi að heyra í eins og einum þjónustufulltrúa, ég hef ekki talað við svo marga í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli