Ég verð að muna að Stau þýðir umferðarteppa og ég þarf að muna hvernig B&B er skrifað á þýsku, ég er bara búin að steingleyma því síðan í gærkv.
Okkur var tjáð að það væru skilti með öllum vegum sem vísuðu á b&b og bændagistingu, þyrftum bara að passa okkur á að finna gistingu fyrir myrkur, svo ég bókaði ekkert hótel næstu nótt.
Ferðafélagarnir voru með einfaldar óskir á síðasta ferðafundi, annar hafði eftir föður sínum ,,gistið þið ekki örugglega á litlu stöðunum" og hinn sagði að Frankfurt væri borg sem við þyrftum endilega að skoða. Við komumst að því að þar er von á stóreflis bílasýningum. Við sjúkraliðinn verðum ekki í vandræðum með að rölta um og skoða Benza og annað á fjórum hjólum.
Fékk link á þokkalega ódýrt hótel í Darmstad og þegar ég verð farin að nálgast Frankfurt skoða ég hvort við gistum þar eða í Darmstad http://www.hotel-ernstludwig.de/index_en.htm
Kennarinn vildi leigja bíl hjá Hertz, hann fékk vildarpunkta út á það en það var svo mikill munur á að leigja með eða án GPS að það kom svipað út af fara í Elkó og kaupa GPS með evrópukorti. Kannski er það ekki eins gott að það sem fylgir þýskubílunum og lætur okkur ekki vita hvort það er STAU framundan en það verður þá bara að hafa það.
Heilsan er upp á við og ég þarf að hreinsa upp á skrifborðinu áður en ég fer.
Er reyndar búin með helling en á helling eftir.
2 ummæli:
zimmer frei....
Það er gott að hafa svona minniskubba með í ferðina.
Skrifa ummæli