5. júní 2008

5 júní

Á morgun er 6.6. 2008 og ég óska Sjúkraliðanum til hamingju með daginn fyrirfram.

Ég lúskraðist heim úr vinnunni í dag eftir tveggja tíma viðveru, lagðist upp í rúm og reyndi að vinna bug á vöðvaverkjum og höfðuverk auk hálsbókgu. Hugsaði til þess með hryllingi að fá höfðuverjakast með margra tíma uppköstum, vera svo eins og drusla næstu daga og vera að fara í næturflugi út, svo ég ákvað að nú væri timi til að vera skynsöm og stoppa sig af.
Ég fór nú samt í klippitímann sem ég átti í hádeginu, kom svo við á blindrabókasafninu á heimleiðinni, rétti starfsmanni þar pappír upp á að ég ætti erfitt með að halda á bókum og arkaði svo út með Engla dauðans í vasanum ásamt öðru.
Ég fann mér tölvu þegar heim var komið setti disk í lagðist upp í sófa og sofnaði undir lestri höfundar á sögunnni.
Þegar ég vaknaði byrjai ég upp á nýtt og er búin með tólf kafla á heilum degi. Gallin við þessa ,,lestrar" aðferð er að bók sem tekur 12 tíma í upplestri gæti ég lesið á 3 -4 tímum með minni aðferð. En þá fengi ég auðvitað helv. verki í handleggi og herðar og sumt verður maður bara að sætta sig við.
Ferðafélagarnir eru eitthvað að kvabba um ferðaskipulagningu og ég er að hugsa um að lána þeim tölvu til að redda því. Ég er ekki einu sinni að koma því í verk að skipuleggja ferðatöskuna mína en ætla að sleppa vinnudjammi á morgun til að bjarga því.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Lilla mín!
Finn til fram í fingurgóma að lesa þessar lasleikafréttir. Hvílasig, hvílasig, hvílasig....
Sendi bara skilaboðin á síðuna - veit ekki hvaða póst þú opnar. Mundu eftir mér ef vantar fleiri þýskar upplýsingar. T.d. þýðir STAU - umferðarteppa og það muntu heyra stundum í þýska umferðarútvarpinu. Ummmm að gera að fá bílaleigubíl með leiðsögutölvu - algjör unaður.....og þjóðverjar standa undir orðspori sínu varðandi skipulag, vegaskipulagið með ólíkindum og búið að setja öll hnit í gervihnattaeitthvað sem skilar sér svo í leiðsögutölvuna í bílnum. Það held ég nú...
Verðum í sambó
kkv
Shg