1. maí 2008

Á að hrista af sér slenið?

Ég rakst á þetta á Útiveru

Af stað á Reykjanesið
Image
Í maí mánuði verður boðið upp á fimm menningar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum í upplandi Hafnarfjarðar. Gönguverkefnið Af stað Reykjanesið er orðinn árlegur viðburður og hefur verið mjög vel tekið en það eru Hafnarfjarðarbær, Ferðamálasamtök Suðurnesja og sjf menningarmiðlun sem bjóða upp á ferðirnar sem eru þáttakendum að kostnaðarlausu.
Leiðsögumenn verða með í för en hver gönguferð tekur um 3 - 4 klukkustundir og geta þáttakendur safnað stimplum og geta unnið vegleg verðlaun frá Cintamani.

Nánari upplýsingar um ferðirnar má fá hjá sjf@internet.is Þetta netfang er varið fyrir ruslpóst snöpum, þú þarf að hafa javascript virkt í vafranum til að sjá það. en hér neðar má sjá ferðirnar svo nú er bara að koma sér Af stað á Reykjanesið.

1. ferð: 3. maí, Selvogsgata. Bláfjallaleið/slysavarnarskýli – Kaldársel. 7 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er að skilti sem á stendur Bláfjöll, beygið þar til vinstri og akið í um 10 mín. til móts við slysavarnarskýli sem er ofar, hægra megin við veginn


2. ferð: 10. maí, Ketilsstígur. Djúpavatnsleið – Krýsuvík, Sveinshús. 7 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði að skilti þar sem á stendur Djúpavatn, beygið þar til hægri og akið að gulum stikum merktar Ketilstíg.

3. ferð: 17. maí, Alfaraleið. Hvassahraun – Straumur. 7 km
Upphafsstaður: Akið Reykjanesbraut að skilti þar sem á stendur Hvassahraun, þar er ekin slaufa undir veginn að bílastæði og áningarborði rétt hjá.


4. ferð: 24. maí, Stórhöfðastígur. Djúpavatnsv./Undirhlíðav. – Hvaleyrav. skátask. 9 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er að skilti sem á stendur Djúpavatn.


5. ferð: 31. maí, Selvogsgata. Kaldársel – Hafnarfjörður, Strandberg/Hafnarborg. 9 kmUpphafsstaður: Akið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði eftir skiltum í átt að Kaldárseli.

Ég vona að það sé í lagi að setja þetta hér inn óbreytt þar sem heimilda er skýrt getið.
Svo verð ég að viðurkenna að það er freistandi að telja sér trú um að ég geti alveg verið með og kannski prufa ég það bara. Ætli ég verði þá ekki að semja um það við einhvern að sjá um akstur á mér.

Engin ummæli: