24. mars 2008

Urtubörn í austri

Ég keyrði út úr rigningunni í höfðuborginni fyrir viku síðan og inn í sólskinið fyrir austan fjall.
Sólin skein á landið, menn og málleysingja og hún skein svo glatt að ég komst lítið áfram með köflum.


Í einu stoppinu dáðst ég að uppkomnum urtubörnum sem dormuðu á ísbrún á Breiðamerkurlóninu sem er oftast kalla Jökulsárlón nú orðið.


Annað slagið sást haus gára yfirborðið og ef að var gáð voru selir víða á sundi á veiðum og í túristaskoðun.



Ein hávella naut blíðunnar innan um selina og synti forvitin eins og þeir nær og nær landi.

Þessi prímadonna sem átti heiminn þennan dag ásamt selunum tók hávelluvatnið fyrir ljósmyndara og aðrar landskepnur sem stóðu í fjörunni.





Og hneigði sig tignarlega að atriðinu loknu.



Úti fyrir, við Hrollaugseyjarnar dólaði skip í austur átt


og upp yfir flugu álftir oddaflug í sömu átt,



í áttina austur í Lón þar sem þessi hreindýrstarfur hefur lifað af veturinn og veiðiþjófa á svæðinu.

Og í Hamarsfirðinum málaði sólin kvöldroða á skýin ofan við Nóntindinn




Annan dag enn austar annan dag vöktu tveir hafrar yfir þungfærum huðnum komnum að burði.


Og ég sem ætlaði í dag að tæma vélina og kíkja aðeins á myndirnar sem ég tók í liðinni viku er búin að eyða öllum deginum í að yfirfara eyða út og klippa til myndir.
Ég smelli og smelli og smelli af myndum, tek svo eina í lokin til öryggis sannfærð um að það verði einfalt að henda öllum nema þeirri bestu en svo reynist valið mun erfiðara en ég hafði ímyndað mér.
































Engin ummæli: