25. mars 2008

Mannaveiðar

Ég horfði á íslenskan sjónvarpsþátt í gærkveldi. Nafnið minnir mig á það sem margir stunda á skemmtistöðum eða á einkamál.is en þátturinn var um annarskonar veiðar. Hann var hroðalega illa leikinn, svo illa að ég fékk aumingjahroll niður eftir bakinu þegar leikararnir kunnu ekki línurnar sínar og byrjuðu þá bara á setningunum upp á nýtt. Meira að segja Hilmir Snær og Ólafur Darri stóðu sig afleitlega.
Léleg leikstjórn eða ódýr framleiðsla hjá Reykjavík films? Eða hvorutveggja.

Sjúkraliðinn mótmælti því að ég henti landafræðileiknum neðst á síðuna, hún vill hafa hann aðgengilegan. Mér finnst hún ætti að vera minna í tölvuleikjum og meira í skólaverkefnum og er að hugsa um að hafa þetta þarna neðst eitthvað áfram.

Engin ummæli: