16. mars 2008

Páskafrí

Seinni hlutinn í fyrirsögninni ætti auðvitað að vera innan sviga því ég ætla að taka með mér aragrúa af verkefnum í ferðalag í Dimbilvikunni. (stór stafur eða lítill í þessu?) En það er í sjálfu sér frí að komast út úr bænum.
Ég var búin að bjóða með mér ferðafélaga sem auðvitað kemst ekki af óviðráðanlegum orsökum svo það stefnir í að ég verði ein á ferðinni með verkefnin mín. Nú ef ég þarf að stoppa á leiðinni get ég þó alltaf dundað mér við vinnu.

Jafndægri á vori er á fimmtudaginn, sólin skín í dag og bráðum ætla ég að fara að eiga frí um helgar og láta reyna á hvort ég get ekki náð gönguþreki aftur.

Engin ummæli: