Tölvuvandamál og tímaskortur valda því að þessi setning var ekki kominn inn fyrr. En seint er betra en aldrei og hér með óska ég ykkur sem slysast annað slagið hér inn ánægjulegs og friðsæls nýs árs! Megið það færa ykkur nægan tíma fyrir ykkur, fjölskyldurnar og öll ykkar hugðarefni!
Mér líka!
Ég eignaðist hálfa myndavél á síðasta ári, það þýðir að ég hef yfirleitt afnot af báðum helmingum þar sem ég er frekari en hinn eigandinn.
Smá sýnishorn af afrakstrinum kemur hér með. Þetta er flott vél en rosalega á ég mikið ólært og til viðbótar við það get ég ekki sett stærri myndir hér inn. Tölvan á þessu heimili er ekki alveg að virka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli