Mogginn sagði mér þetta áðan þegar ég leit í hann:
Fiskar: Öryggi þitt meðal fólks dregur að sér tækifæri. Ástvinur (sérstaklega einhver yngri) lærir af þér. Í kvöld færði tækifæri til að blása í gamlar glæður.
Í ljósi þessa spándóms held ég áfram að hringa í yngra barnið mitt svo hann geti lært tiltekt af mér.
Ég velti því svo fyrri mér hvort nokkur hætta sé á að það komi glæður í flugeldalagerinn hjá Kennaranum en hann verður að selja flugelda fram að miðnætti.
Ánnars hefði ég þurft að kíkja á gamla vini áður en árið er liðið í aldanna skaut og mig langar eiginlega bara til að byrja morgundaginn á því að fara í ljós. Já ég veit, ég predika miskunarlaust óhollustu ljósabekkja en á þessum tíma árs blæs ég á allar mínar predikanir og fer í einn eða tvo tíma. Það minnkar á mér myglan við það.
Sjúkraliði , eigum við að byrja daginn klukkan 9 á því að fara í ljós?
1 ummæli:
Þú ert svo morgunhress....
..en til er ég.
Skrifa ummæli