12. nóvember 2007

Símalaus hundur

Því miður ganga gulir hundar ekki um með gsm svo ég fór bara með Sjúkraliðann í viðringu í rigningu í gær.
Við gegnum stutt gegnum hraun og yfir gjótur og undruðumst þessa gengdarlausu grjóthrúguáráttu göngufólks. Hver gönguleið er vörðuð misstórum hrúgum af smásteinum, sem gera tilraun til að teygja sig upp yfir þúfurnar í landslaginu og minna á vörtur á andliti Fjallkonunnar, enda sú góða kona orðin rígfullorðin og farin að þjást af vörtum og elliblettum, eða á ræfilsleg reðurtákn gerð af þeim sem þurfa að helga sér land af sömu þörf og hundurinn sprænir í hverja þúfu.
Við lækkuðum aðeins rostann í þeim hrúgum sem við sáum.

Hundaþúfa hreykti kamb,
hróðug mjög með þurradram
Skamma tók hún fremdarfjall.
,,Farðu burt þú ljóti kall."
Fjallið þagði það ég skil,
það þekki ei að hún var til.


Hér væri svo Sjúkraliði, gott að fá umsögn um aðalsetningu, aukasetningu, innskotssetningu, frumlag, andlag, áhrifa sagnir og áhrifalausar sagnir svo ég geti gert betur næst.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að þarna sé full mikið af innskotssetningum, aukasetningum og tengisetningum í einni og sömu málsgreininni...

Hafrún sagði...

Það er ekki nóg að halda. Það eru ekki nema tvær innskotssetningar þarna en það er jú einni of mikið.