12. nóvember 2007

Ókindin og önnur mál



Ég sá að síðan mín kemur upp í ótrúlegust leitarskilyrðum t.d. það var barn í dalnum, málshættir og nástaða en braselískt og vax eru þau orð sem flestir virðast leita að af öllu því sem ég hef bullað undan farin ár.



Þegar ég sjáfl gúúgla Ókindarkvæðið fæ ég upp allt mögulegt annað en þuluna sjálfa og af því hér eru hæg heimatökin að fá hana ,,rétta" og setja inn, skrifaði ég hana upp eftir mömmu og linkaði inn á færsluna.



Kannski ætti ég að skrifa upp eftir henni fleiri þulur sem ég kann hrafl úr síðan ég var krakki. Það kemur varla að sök að hafa þær hér ef einhverjir eru að leita að þeim og þær tínast þá ekki alveg.






Annars er ég búin að eyða lunganum úr kvöldinu við að hanna vinakort og gjafir fyrir Kennarann sem er að taka þátt í vinaviku á vinnustaðnum. Ég er að bæta mér upp ódugnaðinn í minni eigin vinaviku frá því um daginn.



Ég fékk fyrir löngu síðan sms sem ég notaði í vinakort. Hefði auðvitað átt að prenta út nokkur og búa til þrívíddarkort en þetta tók sko nógu langan tíma án þess.

Mér finnst Sjúkraliðinn ætti að huga að því að teikna þrívíddarjólakorti handa ættingjunum í ár.






Svo fékk ég föndurkast í gær og er hálfnuð með eina jólagjöf, ég er hæstánægð með sjálfa mig og gjöfina líka.




Gaman að þannig dögum.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá.... og afhverju er ekki mynd af jólagjöfinni?

Hafrún sagði...

Af því þú færð ekki að sjá hana fyrr en á jólunum.