27. nóvember 2007

Skemmtilegt

Við erum hættar að gera eitthvað skemmtilegt, segir sjúkraliðinn og aldrei þessu vant hefur hún nokkuð rétt fyrir sér. Ekki það að þessi kona sem er búin að kvarta og kveina opinberlega yfir þvi undnfarna daga að hún sé búin að eyða svo miklum tíma í að gera eitthvað skemtilegt í haust að hún sé að falla í öllum fögum.

Ég talaði við konu í gær sem kláraði að skila 13 verkefnum á 9 dögum, aðra talaði ég við í dag sem þarf að fara í 4 próf á næstu dögum, þar af er eitt í áfanga sem hún náði aldrei að mæta í vegna alvarlegra veikinda í fjölskyldunni, í annan náði hún að mæta í helming tímanna og einhver verkefni eru ókláruð áður en að prófum kemur.

Ég sat á skólabekk fyrir 3 árum eina önn. Brjálæðisleg seta á slæmum bekkjum, önnur hver helgi og nokkur kvöld í viku í skólanum. Hin helgin og hin kvöldin í verkefnavinnu og heimanám.

Mig langar ekki í meira af svoleiðis og ég vorkenni öllum þessum konum sem ég þekki sem eru að eyða öllum kröftum sínum í nám með fullri vinnu og heimili og þegar upp er staðið er eins og það vanti nokkra mánuði í lífshlaupið. Ein önn er sök sér en mörg ár. Kræst.

En aftur að gamninu, ég keyrði í gærkveldi um bæinn þveran og endilangan til að prófa nýju myndavélina sem Flubbinn minn keypti í staðin fyrir þá sem ég tíndi. Tunglið glotti yfir ljósadýrðinni í borginni, það merlaði á Faxaflóann í tunglskinsrákinni og út við Gróttu var svo bjart að ég sá öldufaldana á grynningunum.

Það var kalt og ég of skjálfhent til að taka myndir á þeim stillingum sem þurfti. Það var gaman samt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Með linsu og alles?

Hafrún sagði...

Nebb. Það var nú auðvitað feill að taka ekki linsuna með á rúntinn. Ég geri það næst- enda vill enginn annar koma með mér.