28. nóvember 2007

Orðaheimur

Ég eignaðist bók í dag, rándýra íslenska hugtakaorðabók sem heitir Orðaheimur. Mér finnst það frábært og á næsta ári þegar ég þarf að hjálpa Kennaranum að eyða vísindasjóðnum kaupi ég Orðastað, svo les ég orðabækur fyrir svefninn.

Ég rótaði í öllum hillum í Eymudsson og langaði í hinar og þessar bækur sem höfðu orðið drawing í titlinum og ég var líka búin að finna bók sem mig dauðlangaði í og hafði orðið photo einhverstaðar innan borðs. Ég er að vísu með þá góðu bók í láni á bókasafninu en kemst hægt yfir að lesa hana enda búin að setja myndavélakaupin í saltpækil í einhvern tíma. Ég hafði þó það upp úr krafsinu í digitalphoto hillunni að sjá þá fullyrðingu að það væri ekki dýr útbúnaður sem gerði ljósmynd að góðri mynd.

Með þá fullyrðingu í huga fer ég og kaupi mér myndavél sem er ekki með hundruðum sjálfvirkra stillinga og leiðarvísi á stærð við biblíuna. Einhverntíma bráðum.

Ég hefði getað eytt mun lengri tíma í bókaskoðun en bæði tími og fjárlög þrutu allt of fljótt.



------------------------

hrífa

hrífa -> AÐFRÁTTARAFL. HRIFNING/AÐDÁUN

<þetta; meðalið, þett bragð> hrífur/hreif -> ÁHRIFAMÁTTUR

<þetta; þetta tal> hrífur á -> ÁHRIFAMÁTTUR

<ÞETTA; þetta bragð, þetta ráð> hrífur/hreif ekki -> GAGNSLEYSI

--------------------------

Og þetta var smá sýnishorn úr nýfenginni bók Hafrúnar. Það er spurning hvort megi nota orðið ,,áhrifamáttur" þar sem sumt fólk vill ekki nota orðið ,,hrífur"

,,Hver er áhrifamáttur Abcdefg-"

Engin ummæli: