27. október 2007

Nýjasta dellan

Ég byrjaði að skoða vegaatlas af Evrópu í gær en skipt svo um bók og byrjaði að lesa enska bók um ljósmyndun. Þessa stundina er ég ákveðin í að læra eitthvað um SLR myndavélar, linsur, og filtera. Hvort dellan endist nógu lengi til að kaupa og nota mydavél er svo önnur saga.


Eftir því sem ég les fleiri lýsingar á myndavélaum verð ég ruglaðari á ég tildæmis að kaupa þessa eða þessa.
Kosturinn við þá fyrri er að henni fylgir linsa en sú seinni er greinilega öflugra tæki en svo dýra að ég yrði að sætta mig við ódýra linsu á hana og hafa svo kannski aldrei efni á að kaupa mér viðbótarlinsu.


Hvað gerir linsan á þeirri fyrri og hvers vegna er hún ekki talin upp í listanum yfir aukalinsur sem hægt er að kaupa þarna.


Hvernig í ósköðunum á maður að geta áttað sig á 18mm á digital samsvara xxx á filmu og bera þetta svo allt saman saman til að sjá hvaða vél er nú sú eina rétta fyrir mig.


Mig langar í 400.000 króna stykki.




En nú ætla ég að vinna í eins og tvo tíma.


Engin ummæli: