28. október 2007

Ekki í Þórsmörk

Ég vaknaði ekki í Langadal í morgun eins og ég hefði þó helst viljað gera. Frágangsferð féll niður vegna vatnavaxta sem eru búnir að spilla allri færð og ekki forsvaranlegt að vera í marga klukkutíma að læðast þarna inn eftir og þurfa svo kannski að kalla út björgunarsveitir til að losa mannskapinn úr prísundinni.
En það er nú samt óbyggðaverður í dag og var það líka í gær.
Þó ég væri ekki að borða grill, drekka bjór, rauðvín og koníak í Mörkinni í gær vaknaði ég með þvílikan svima í morgun að ég átti erfitt með að komast fram úr rúminu og það er lítið lát á honum þó líði á daginn. Þetta er eins og að vakana eftir hraustlega drykkju en vera samt svikinn um drykkjuna.
Ég veit ekki hvað velur þessu en það er hundfúlt og ég treysti mér ekki út í göngutúr. Ætla samt að kíka í tvöfalt barnaafmæli seinna í dag og fara svo og borða matinn sem hefði átt að borðast í gærkveldi.
Þangað til geri ég eitthvað sem kallar ekki á snöggar hreyfingar.

Engin ummæli: