Ég mundi eftir því í gærkveldi þegar ég var hætt að þrífa að ég ætlaði að mæta á yfirlestrarfund í morgun en ég var búin að gleyma því þegar ég vaknaði klukkan 10. Ég hef ekki sofið svona lengi síðan ég veit ekki hvenær, ég hlýt að hafa verið orðin úrvinda. Og nú er ég með nagandi samviskubit, eitt er að geta ekki mætt og annað að láta ekki vita af sér. Vera bara með símann á skrifborðinu á vinnustaðnum svo enginn getir hringt og spurt ,,Hvernig var það, ætlaðir þú ekki að mæta hérna með okkur klukkan hálf tíu?"
Svo eru og öll símanúmer sem ég þarf að hringja í og biðjast afsökunar hægri, vinstri í símaskránni á símanum svo mér dugir ekki einu sinni að fá lánaðan síma til að hringja úr!
Ef einhver slysast hér inn sem ég átti að hitta í morgun þá biðst ég hástöfum afsökunar á þessu!
Ég er að hugsa um að ná í símann minn þegar ég er búin að fara í kvöldmatinn sem Kennarinn ætlar að bjóða okkur í í þakklætisskyni fyrir hjálpina.
Mikið rosalega er ég búin að telja þann mann á að henda miklu drasli og dóti!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli